Fara í efni
Menning

Frumsýningu Skugga Sveins frestað

Frumsýningu Skugga Sveins frestað

Frumsýningu leikritsins Skugga Sveins hefur verið frestað tímabundið „af óviðráðanlegum ástæðum,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar. Áætlað var að frumsýna Skugga Svein í Samkomuhúsinu næsta föstudagskvöld, 14. janúar. Í tilkynningu frá Mak kemur fram að haft verði samband við miðaeigendur og ný dagsetning tilkynnt síðar.