Fara í efni
Menning

Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun – frítt inn

Frönsk kvikmyndahátíð hefst á Akureyri á morgun miðvikudaginn 21. febrúar og stendur til 3. mars.

Hátíðin er nú haldin í 24. skipti í Reykjavík og hefur einnig verið á Akureyri með nokkrum hléum frá árinu 2010. Jafnan eru í boði magnaðar og merkilegar myndir og full ástæða til þess að hvetja fólk til að bregða sér í bíó. Rétt er að taka fram að ókeypis er inn á allar myndirnar en skráning er nauðsynleg á þær sem sýndar eru í Sambíóunum.

Í ár verða sýndar sex kvikmyndir á vel völdum stöðum í bænum: Þrjár í Sambíóunum, ein í Amtsbókasafninu og tvær í Listasafninu.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og Sambíóin en skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, True North og Akureyrarbæ.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um hátíðina.