Fara í efni
Menning

Boðið í franskt bíó í dag og á morgun

Frönsk kvikmyndahátíð stendur yfir á Akureyri og rétt að vekja athygli á því að ein sýning er í dag og önnur á morgun. Síðasta myndin verður svo sýnd á sunnudaginn.
 
  • 14. febrúar kl. 16.30 á Amtsbókasafninu - Calamity. Margverðlaunuð fjölskylduteiknimynd. Ekki þarf að skrá sig, nóg að mæta.
„Þar er á ferðinni gullfalleg og spennandi teiknimynd fyrir yngri kynslóðina um æsku og uppvöxt Calamity Jane, sem síðar varð goðsögn í villta vestrinu!“ segir í kynningu á myndinni.
 
  • 15. febrúar kl. 17.00 í Sambíóunum Akureyri - Coupez! / Final Cut! Stórskemmtileg grínhrollvekja, segir í kynningu. Skráning nauðsynleg hér
„Stórkostleg gamanmynd þar sem hópur kvikmyndagerðarmanna lendir í kröppum dansi í tökum á lítilli uppvakningamynd. Coupez! var opnunarmynd Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2022 er endurgerð á bíómyndinni One Cut of the Dead.“
 
  • 19. febrúar kl. 15 í Listasafninu á Akureyri Les Invisibles / Invisibles. Engin skráning, bara mæta.

Verðlaunaheimildarmynd: „Ellefu karlar og konur sem ólust upp í Frakklandi á millistríðsárunum og eiga ekkert sameiginlegt annað en að vera samkynhneigð, segja frá reynslu sinni af forpokuðu samfélagi sem í rauninni hafnaði tilvist þeirra. Reynsla fólksins afhjúpar þau ljón sem voru í veginum þegar það reyndi að lifa sínu eðlilega lífi. Ástúðleg og hreinskilin frásögn.“

Frítt er inn á myndir hátíðarinnar. Smellið hér til að sjá allar nánari upplýsingar.