Fara í efni
Menning

Forsætisráðherra styrkir Flóru menningarhús

Flóra menningarhús á Akureyri, sem starfrækt er í Sigurhæðum, hefur hlotið styrk frá forsætisráðuneytinu á grundvelli reglna um úthlutun styrkja sem forsætisráðherra veitir til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála. Styrkirnir voru auglýstir í byrjun október og bárust alls 13 umsóknir. Heildarfjárhæð sem sótt var um var 34 milljónir króna, en úthlutað var styrkjum að upphæð tíu milljónir króna.

Verkefni Flóru menningarhúss sem hlýtur styrk ber nafnið Kynjuð menningarmiðlun: Lífsleiðir og verk listakvenna og kynsegin listafólks. Styrkurinn er að upphæð 1,5 milljónir króna og snýr verkernið að rannsóknum, eftirvinnslu og framsetningu á verkum listakvenna og kynsegin listafólks af ólíkum kynslóðum sem tengjast húsinu Sigurhæðum.

Okkar fallegi staður Sigurhæðir býr að einstökum og afar ríkulegum menningararfi og það er okkur sönn ánægja að taka við styrk úr jafnréttissjóði forsætisráðuneytisins í ár til þess að vinna sérverkefni hér á staðnum. Verkefnið lýtur – í anda Matthíasar okkar og Guðrúnar – að sýnileika kvenna og kynsegin fólks í íslenskri menningarsenu áratugina í kringum 1900 þegar íslensk menningarsena eins og við þekkjum hana í dag er að verða til – og sinna þannig með aðkomu okkar sérfróða fólks meira og dýpra en nú þegar er gert kynjaðri menningarmiðlun,segir í tilkynningu Flóru menningarhúss um styrkinn.