Fara í efni
Menning

Fólkið í blokkinni frumsýnt í Freyvangi

Freyvangsleikhúsið frumsýnir í kvöld Fólkið í blokkinni eftur Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri er Kolbrún Lilja Guðnadóttir.

Margir kannast við sögurnar af þessu fólki sem býr í sömu blokk. Um er að ræða hálfgert smásagnasafn sem kom fyrst út á bók 2001.

„Það er ekki alltaf einfalt líf að búa í blokk,“ segir í tilkynningu úr Freyvangi. „Hver kannast ekki við geðvonda húsvörðinn sem hefur allt á hornum sér eða dramatíska unglinginn í næstu íbúð? Í þessari tilteknu blokk er hljómsveitin Sónar aðalnúmerið og söngleikurinn Fólkið í blokkinni er í fullum undirbúningi af íbúum blokkarinnar. Það gengur á ýmsu hjá meðlimum hjómsveitarinnar sem og öðrum íbúum, vandamálin eru ýmist sprenghlægileg eða grafalvarleg og ástin liggur í loftinu.“

Tónlist og gleði skipa stóran sess í sýningunni. Slagarar eins og Hárfinnur Hárfíni, Ofurmennið og að sjálfsögðu Fólkið í blokkinni, hljóma í þessari tilteknu blokk. Tónlistin í höndum fagmanna undir stjórn Atla Rúnarssonar, með Helga Þórsson í fararbroddi í söng.

Miðasala er á tix.is og í síma 857-5598