Fara í efni
Menning

Fögur, sönn, hlý og góð uppsetning í Freyvangi

Ræningjarnir þrír eru í einu orði sagt frábærir, harmonera vel saman, alveg á sama tíðnisviði í leiknum sem er mikilvægt, segir Hildur Eir Bolladóttir.

„Uppsetning Freyvangsleikhússins er fögur, sönn, hlý og góð. Það er væntumþykja í leiknum, húmor og gleði,“ segir Hildur Eir Bolladóttir sem fjallar í dag um Kardemommubæinn, sem er á fjölunum í Freyvangi um þessar mundir.

„Ræningjarnir þrír eru í einu orði sagt frábærir, harmonera vel saman, alveg á sama tíðnisviði í leiknum sem er mikilvægt. Soffía frænka hefur til að bera mjög Soffíu frænkulega rödd og svipbrigði og Kamilla litla á dásamlega innkomu með undurfögrum söng,“ segir Hildur Eir meðal annars.

Smellið hér til að lista pistil Hildar.