Fara í efni
Menning

Focus með tónleika á Græna hattinum í mars

Thijs van Leer stofnandi Focus við Hammond orgelið á Græna hattinum haustið 2017. Ljósmynd: Skapti H…
Thijs van Leer stofnandi Focus við Hammond orgelið á Græna hattinum haustið 2017. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hollenska prog rock hljómsveitin Focus heldur tónleika á Græna hattinum 10. mars næstkomandi. Það verður í þriðja sinn sem þessi frábæra hljómsveit kemur fram á staðnum; Thijs van Leer og félagar léku þar á ógleymanlegum tónleikum í júní 2015 og aftur í september 2017.

Hljómborðs- og flautuleikarinn van Leer, sem einnig syngur, stofnaði Focus árið 1969. Eftir löng hlé blés van Leer í herlúðra á ný árið 2002 og síðan þá hefur Focus starfandi samfleytt.