Fara í efni
Menning

Fertugur en síungur Síðuskóli – MYNDIR

Nemendur, forráðamenn þeirra og starfsmenn skólans fóru í skrúðgöngu um Síðuskóla í tilefni dagsins. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Mikið var um dýrðir í Síðuskóla í dag þegar haldið var upp á 40 ára afmæli skólans. Að lokinni samkomu í íþróttahúsi skólans fóru nemendur, foreldrar og starfsmenn í skrúðgöngu um hverfið og síðan var boðið upp á afmælistertu og aðrar veitingar í matsal skólans.

Fyrstu íbúar flutti í Síðuhverfi í ársbyrjun 1979 en á árinu 1982 var fyrst farið að ræða af alvöru í skólanefnd um skóla í hverfinu að því er segir á vef Síðuskól. Ingólfur Ármannsson var settur skólastjóri 1. júní 1984 og kennsla byrjaði þá um haustið.

Þau fögnuðu afmælinu í dag. Frá vinstri: Jón Baldvin Halldórsson skólastjóri 1987 til 1996, Hrefna Hjálmarsdóttir, ekkja Ingólfs Ármannssonar, fyrsta skólastjóra Síðuskóla 1984 til 1986, Sigríður Ása Harðardóttir sem lengi var aðstoðarskólastjóri og settur skólastjóri í eitt ár, Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri 1997 til 2014 og Ólöf Inga Andrésdóttir, núverandi skólastjóri. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Á vef Akureyrarbæjar segir að veturinn 1985-86 hafi einungis verið ein kennsluálma við skólann, A-álma, en haustið 1986 bættist syðri hluti B-álmu við. Um miðjan vetur 1987-88 var norður hluti B-álmu (stjórnunarálman) tilbúin og veturinn eftir var lokið við norðurhluta kjallarans. Smíðastofa var ekki í skólanum fyrr en haustið 1989 en fram að þeim tíma var yngri nemendum ekið í smíðatíma niður í Oddeyrarskóla en þeir eldri fengu inni í Glerárskóla.

Gleðin var við völd í Síðuskóla og myndin af þessum glaðlega, fallega dreng því táknræn fyrir andrúmsloftið.

Um Síðuskóla af vef skólans

Myndasyrpur úr afmælinu af vef skólans