Fara í efni
Menning

„Elskum Jörðina“ í Kaktus um helgina

„Elskum Jörðina“ í Kaktus um helgina

Thora Karlsdottir opnar einkasýninguna „Elskum Jörðina“ í Kaktus í Listagilinu í dag, laugardag, klukkan 14.00. Sýningin er opin til klukkan 17.00 og á sama tíma á morgun. Hún stendur einungis þessa tvo daga.

Í tilkynningu segir að Thora fjalli á sýningunni um „samband okkar við jörðina, tilgang og tengingar.“ Sýningin er hluti af rannsóknarverkefni Thoru í meistaranámi í myndlist við Listaháskóla Íslands.

„Thora hefur verið búsett á Akureyri undanfarin ár þar sem hún hefur lifað og starfað í Listinni. Hún hefur sýnt víða, bæði hérlendis og erlendis. Bæði einkasýningar og samsýningar.“