Fara í efni
Menning

Eitthvað breytist þegar við setjum á okkur grímu

Eitthvað breytist þegar við setjum á okkur grímu

Um síðustu helgi fór fram í Listasafninu á Akureyri önnur listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna. Barnamenningarhönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir bauð börnum á aldrinum sex til 10 ára að búa til sínar eigin grímur. Frá þessu greinar á heimasíðu Akureyrarbæjar, þar sem má sjá skemmtilegar myndir af krökkunum.

„Eitthvað breytist þegar við setjum á okkur grímu, við verðum eitthvað annað, eins og þegar við skoðum/finnum/hlustum á list. Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið í samstarfi við Ninnu, hengja upp og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett var upp í safnfræðslurými Listasafnsins,“ segir á heimasíðu bæjarins. Hægt er að sjá sýningu barnanna á Listasafninu til 14. mars.

Nánar hér