Fara í efni
Menning

Dísir ljóða – Tvennir tónleikar í vikunni

Guðmundur Pétursson og Ragnheiður Gröndal - Eyþór Ingi Jónsson og Þórhildur Örvarsdóttir.

Söngkonurnar Ragnheiður Gröndal og Þórhildur Örvarsdóttir sameina krafta sína í nýju verkefni undir yfirskriftinni Dísir ljóða og halda tvenna tónleika í vikunni.

Í verkefninu eru rímur og íslensk þjóðlög í forgrunni. Söngkonurnar nálgast hina fornu tónlistarhefð Íslendinga á nýstárlegan og skapandi hátt svo úr verður seiðandi hljóðheimur, segir í tilkynningu.

Með þeim á tónleikunum verða organistinn Eyþór Ingi Jónsson og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson.

Haldnir verða tvennir tónleikar með þessari efnisskrá, sem fyrr segir; annars vegar á Þjóðlagahátíð á Siglufirði föstudaginn 5. júlí kl. 21:30, hins vegar í Hlöðunni Litla-Garði á Akureyri laugardaginn 6. júlí kl. 20:00.

Í tilkynningu kemur fram að verkefnið sé styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.