Fara í efni
Menning

Chicago gríðarlega vel tekið – MYNDIR

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir – Velma og Roxý – fremst á sviðinu. Ljósmynd: Ármann Hinrik

Söngleikurinn Chicago var frumsýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri á föstudagskvöldið við gríðargóðar undirtektir.

Í gamla daga var stundum haft á orði að þakið ætlaði að rifna af íþróttahúsum þegar stemningin var sem mest; þeim sem þetta ritar kom það í hug þegar fögnuðurinn braust út í lokin og þakkaði almættinu fyrir að gamla, góða Samkomuhúsið er sterklega byggt. Næsta víst er að  söngleikurinn á eftir að njóta mikilla vinsælda og nær uppselt mun á fjölda sýninga.

Uppsetningin er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. 

Ármann Hinrik var í Samkomuhúsinu frumsýningarkvöldið og fangaði stemninguna með næmu auga ljósmyndarans.

Nánar verður fjallað um uppsetningu síðar.