Fara í efni
Menning

Blómin - Ivan Mendez og Stefán Elí með nýtt lag

Ivan Mendez og Stefán Elí ásamt Daða Frey Péturssyni, Gagnamagnsstjóra, á tónleikum Ivans í Davíðshú…
Ivan Mendez og Stefán Elí ásamt Daða Frey Péturssyni, Gagnamagnsstjóra, á tónleikum Ivans í Davíðshúsi 20. júlí 2019. Ljósmynd: Sverrir Páll.

Ivan Mendez og Stefán Elí hafa verið áberandi í dægurlagasenunni hér á Norðurlandi og gefið út bæði plötur og stök lög, Ivan með hljómsvetinni Gringlo og undir eigin nafni og Stefán aðallega sem einyrki. Þetta má finna á veitum eins og Spotify og YouTube. Þeir hafa unnið talsvert saman og heldið sameiginlega tónleika og í dag sendu þeir frá sér splunkunýtt sumarlag, Flowers. Það er komið á helstu streymisveitur.

Ivan og Stefán hafa báðir numið við skapandi deild Tónlistarskólans á Akureyri en Ivan hefur síðustu tvo vetur verið við framhaldsnám í tónlist í Berlín og nýverið flutti Stefán Elí til Mexíkó til að vinna að list sinni.

Nýja lagið, Flowers, er hér á YouTube.