Fara í efni
Menning

Bless í bili – Jói P og Króli á tónleikum með SN

Rappararnir Jói P og Króli koma fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi næstkomandi laugardagskvöld. Yfirskriftin er Bless í bili og talað um sé um ræða kveðjutónaleika þeirra félaga að ræða.

„Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Þórður Magnússon hefur unnið með strákunum að sinfónískum útsetningum af vel völdum perlum þeirra. Komdu og upplifðu rapp og sinfóníu í þessum girnilega kokteil,“ segir á vef Menningarfélagsins Akureyrar. Þar kemur fram að einungis séu fáeinir miðar eftir á tónleikana.