Fara í efni
Menning

Birna tilnefnd til Grímuverðlaunanna

Birna tilnefnd til Grímuverðlaunanna

Leikkonan Birna Pétursdóttir er tilnefnd til Grímuverðlauna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í flokknum Leikkona ársins í aukahlutverki. Birna er tilnefnd fyrir hlutverk Daða dreka í söngleiknum Benedikt Búálfi, sem Leikfélag Akureyrar sýndi í vetur. Tilnefningar voru opinberaðar í gær og Gríman verður afhent á morgun, fimmtudag, í beinni útsendingu á RÚV.