Fara í efni
Menning

Birna leikkona ársins í aukahlutverki

Birna leikkona ársins í aukahlutverki

Birna Pétursdóttir hlaut í kvöld Grímuverðlaunin – íslensku sjónlistaverðlaunin – sem leikkona ársins í aukahlutverki, fyrir hlutverk Daða dreka í söngleiknum Bendikt búálfi, sem Leikfélag Akureyrar setti á svið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Í þessum flokki voru einnig tilnefndar Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Leikritið Vertu úlf­ur eft­ir Héðin Unn­steins­son og Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur, í leik­stjórn Unn­ar í Þjóðleik­hús­inu, hlaut flest verðlaun þegar Grímuverðlaunin voru af­hent í 19. sinn við hátíðlega at­höfn í Tjarn­ar­bíói. Sýn­ing­in var til­efnd til sjö verðlauna og hlaut þau öll. Hún var meðal ann­ars verðlaunuð sem sýn­ing árs­ins, fyr­ir leik­stjórn og leik­ara í aðal­hlut­verki.

Smellið hér til að sjá nánar fjallað um Grímuverðlaunin á mbl.is.

Verðlaunahátíðin var í beinni útsendingu RÚV. Smellið hér til að horfa á útsendinguna í heild.