Fara í efni
Menning

Birkir gefur út lag með tónlistarkonunni Ros

Birkir Blær og Ros sendu frá sér lagið Love Of My Life í gær.

Birkir Blær Óðinsson og sænska tónlistarkonan Ros sendu í gær frá sér lagið Love Of My Life sem þau sömdu saman. Birkir Blær sló í gegn í Svíþjóð þegar hann sigraði í Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 í desember á síðasta ári og þá hóf Ros að fylgjast með honum.

„Hún sá mig í Idol keppninni og hélt með mér! Ég hitti hana svo í jólapartíi hjá Universal Music og þá ákváðum við að gera lag saman,“ segir Birkir við Akureyri.net. Einfalt mál, sem sagt og nú hefur ákvörðuninni verið hrint í framkvæmt. Þetta er eina verkefnið sem þau hafa unnið að saman en undanfarið hefur Birkir einbeitt sér að því að semja tónlist auk þess að koma þónokkuð fram. Hann er nú búsettur í Stokkhólmi.

Lagið er að finna á tónlistarveitunni Spotify. Smellið hér til að hlusta.