Fara í efni
Menning

Benedikt á leið í Sjónvarp Símans

Frá upptöku á söngleiknum í Samkomuhúsinu í gær. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Söngleikurinn Benedikt búálfur hefur notið mikilla vinsælda hjá Leikfélagi Akureyrar undanfarið. Uppselt hefur verið á hverja sýninguna á fætur annarri og þeim fer fækkandi, en þeir sem ekki geta gert sér ferð í gamla Samkomuhúsið þurfa ekki að örvænta; hópur fagfólks mætti í leikhúsið í gær og tók sýninguna upp fyrir Sjónvarp Símans. Hún verður á dagskrá stöðvarinnar einhvern tíma í nóvember.

Marta Nordal, leikhússtjóri, er alsæl með þetta framtak Sjónarps Símans. Hún gleðst í fyrsta lagi yfir því, að allir landsmenn fái tækifæri til þess að sjá þetta magnaða verk „og svo finnst mér auðvitað frábært að til verði upptaka af sýningunni í bestu mögulegu gæðum,“ sagði hún við Akureyri.net í gær.

Þór Freysson, upptökustjóri, á sínum stað við stjórnborðið í gær.