Beethoven og gestir brostu út að eyrum
Hljómsveit Akureyrar hélt síðastliðið laugardagskvöld tónleika sem kölluðust Brosandi Beethoven tónleikar sem stjórnandinn Michael Jón Clarke sagði raunar dálitla þversögn vegna þess að Ludwig van Beethoven hefði ekki brosað mikið og engin mynd væri til af tónskáldinu brosandi ...
„En hugmyndin með þessum tónleikum er að sýna bjartsýnustu og fallegustu hliðina af verkum Beethovens og meðal annars erum við með glænýjar útsetningar af þekktum verkum hans, sem hafa ekki heyrst áður,“ bættiMikki við í samtali við akureyri.net í aðdraganda samkomunnar – og afar vel tókst til að mati viðstaddra sem blaðamaður ræddi við.
Hljómsveit Akureyrar er sinfóníuhljómsveit fyrir áhugafólk, sem sett var á laggirnar árið 2023, og hefur áður ráðist í metnaðarfull verkefni. Að þessu sinni voru hljóðfæraleikarnir rúmlega 40 og leikið var á næstum öll hljóðfæri sem alla jafna eru brúkuð í slíkum hljómsveitum.
Þorgeir Baldursson mætti í Glerárkirkju, lagði bæði við hlustir og fylgdist með í gegnum myndavélalinsuna.









