Fara í efni
Menning

Aufúsugestir og afmælisbarn – MYNDIR

Ragnar Kjartansson ávarpar gesti Listasafnsins við opnunar sýningar hans í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sýning á mögnuðu videoverki Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir / The Visitors, var opnuð í Listasafninu á Akureyri í gær að viðstöddu fjölmenni, svo og safnsýningin Ný og splunkuný, þar sem sjá má nýleg verk úr safneign Listasafnsins.

Eftir að Hlynur Hallsson safnstjóri ávarpaði gesti steig Ragnar í pontu og sagði nokkur vel valin orð. Þegar listamaðurinn lauk máli sínu upplýsti einn viðstaddra að Ragnar hefði átt afmæli daginn áður og þá brast skarinn í afmælissöng, nema hvað!

Eftir að verk Ragnars var frumsýnt í Sviss fyrir liðlega áratug hefur það stöðugt verið til sýnis einhvers staðar í heiminum og kemur nú aðeins í annað skipti fyrir sjónir gesta íslensks safns. Sýningin stendur til 13. ágúst og óhætt er að mæla með ferð í Listasafnið á Akureyri næstu mánuði til að njóta; haft var á orði í gær að margir kæmu aftur og aftur til að upplifa verkið og kemur ekki á óvart. Gestir Ragnars Kjartanssonar eru sannkallaðir aufúsugestir. Sjón, heyrn og skynjun er sannarlega sögu ríkari.

Hlynur Hallsson safnstjóri og Ragnar Kjartansson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

„Hann átti afmæli í gær, hann átti …“

Björn Gíslason og Herdís Björk Þórðardóttir.

Ragnar Kjartansson ávarpar sýningargesti; Ingibjörg Auðunsdóttir, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Haraldur Ingi Haraldsson og Daníel Starrason hafa augljóslega gaman af.

Rósa Kristin Júlíusdóttir og Ragnar Kjartansson.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri.

Samúel Jóhannsson, María Jónsdóttir og Hallgrímur Ingólfsson.