Fara í efni
Menning

Arctic Opera heldur tónleika í Hofi í dag

Michael Jón Clarke er listrænn stjórnandi Arctic Opera og einn söngvaranna. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sönghópurinn Arctic Opera heldur tónleika í menningarhúsinu Hofi í dag, sunnudag 5. mars, klukkan 16.00. Yfirskriftin er Ár íslenska einsöngslagsins.

Arctic Opera er hópur klassískt þjálfaðra óperusöngvara á Norðurlandi, hópur sem býður reglulega upp á tónleika og sýningar undir listrænni stjórn Michael Jóns Clarke.

Á efnisskránni í dag eru margar af þekktustu perlum íslenskra laga, eins og það er orðað í tilkynningu; m.a. má nefna Hamraborgina, Gýgjuna, Betlikerlinguna, Nótt, Svanasöng á heiði og  Draumalandið.

Tónlistarmennirnir sem kom fram á tónleikunum:

  • Hlini Gíslason – tenór
  • Guðrún Ösp Sævars – mezzosopran
  • Reynir Gunnarsson – bass bariton
  • Rósa María Stefánsdóttir – sópran
  • Michael Jón Clarke – baritón
  • Gísli Rúnar Víðisson – tenór
  • Helena G. Bjarnadóttir – sópran
  • Risto Laur – píanóleikur