Fara í efni
Menning

Agnes og Unnur Anna opna ljósmyndasýningu

Mæðgurnar Agnes Skúladóttir og Unnur Anna Árnadóttir opna í dag ljósmyndasýninguna Frá móður í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu.

„Það er ýmislegt sem við fáum frá mæðrum okkar sem við tökum með okkur út í lífið. Ljósmyndaáhugi okkar kemur frá móður til móður, en sýninguna tileinkum við einmitt Helgu Haraldsdóttir, móður og ömmu. Helga er mjög fær áhugaljósmyndari til margra ára og fáum við okkar „ljósmyndagen“ frá henni. Sýningaropnun verður á afmælisdegi hennar,“ segir í kynningu á sýningunni.

„Á sýningunni verða nokkrar af okkar fallegustu myndum af mæðrum og nýfæddum börnum þeirra. Við hverja mynd er stuttur texti þar sem mæðurnar segja frá því hvað þær fengu frá sinni móður.“

Sýningin verður opin í dag og á morgun frá kl. 14.00 til 17.00, aftur um næstu helgi og á öðrum tímum eftir samkomulagi.