Fara í efni
Menning

Aðalsteinn Þórsson opnar sýningu í kvöld

Aðalsteinn Þórsson opnar sýningu í kvöld

Aðalsteinn Þórssonar heldur myndlistarsýningu - „Konsept til kaoss“ - í Deiglunni, sal Gilfélagsins á Akureyri, helgina 12. - 14. febrúar. Sýningin verður opnuð klukkan 20 í kvöld, föstudagskvöld, og verður einnig opin laugardag og sunnudag frá klukkan 14 til 17.

Um sýninguna segir Aðalsteinn: „Sama vatnið rennur um ána, sama hvernig ásýnd árinnar breytist í því síbreytilega landslagi sem hún rennur um“. Listamaðurinn heldur áfram að tefla saman verkum sem unnin eru út frá ólíkum nálgunum frá ólíkum tímum. Fyrir þrem mánuðum var það „Skáld” nú er kaos, segir í tilkynningu.

Á sýningunni eru bæði ný verk og eldri, en fæst hafa verið sýnd áður opinberlega.

Smellið hér til að skoða vefsíðu Aðalsteins.