Fara í efni
Mannlíf

Ýmsar upplýsingar um gömlu myndirnar

Ýmsar upplýsingar um gömlu myndirnar

Lesendur hafa sent Minjasafninu á Akureyri upplýsingar um fjölmargar þeirra gömlu mynda frá safninu sem Akureyri.net hefur birt. Síðastliðinn föstudag birtist sú 59. í röðinni og strax staðfestu nokkrir að myndin er af húsum Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ) í Hveragerði í byggingu.

Búið er að skrá þær upplýsingar sem hafa borist við hverja mynd.  Meðal annars bárust upplýsingar um þessa frábæru mynd sem Akureyri.net birti 20. ágúst í sumar. Þetta er Haraldur Briem Ólafsson (1909 - 1989) bankagjaldkeri og myndin er tekin í Fljótshlíð. - Myndin birtist fyrst spegluð en mun vera rétt svona. 

Smellið hér til að sjá allar gömlu myndirnar.