Fara í efni
Mannlíf

Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð

Frá setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Frá setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyrarstofa hefur auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Akureyrar fyrir þetta ár. Hægt er að sækja um í fjórum flokkum eftir því sem við á:

Samstarfssamningar

  • Verkefni sem stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. 
  • Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. 
  • Upphæðir samstarfssamninga geta verið á bilinu 100 til 800 þúsund króna.

Verkefnastyrkir

  • Verkefni sem hafa listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið.
  • Í ár er sérstök áhersla lögð á verkefni sem endurspegla hinsegin samfélagið og fjölbreytileika mannlífsins.
  • Styrkir eru að upphæð 50 til 400 þúsund krónur. Einnig verður úthlutað tveimur styrkjum að upphæð 600 þúsund kr. til stærri verkefna í tengslum við Akureyrarvöku, 27. – 29. ágúst.

Starfslaun listamanna

  • Umsóknir skulu innihalda greinargóðar og hnitmiðaðar upplýsingar um fyrirhuguð verkefni á starfslaunatímabilinu, listferil og menntun.
  • Árið 2021 eru veitt starfslaun að upphæð 2,7 milljónir króna sem dreifast jafnt yfir níu mánuði. Öllum með lögheimili á Akureyri er heimilt að sækja um í eigin nafni.

Sumarstyrkur ungra listamanna

  • Úthlutað verður einum eða tveimur styrkjum til ungs og efnilegs listafólks á aldrinum 18 – 25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám í sinni grein. Markmiðið er að viðkomandi geti dregið úr sumarvinnu – (júní, júlí, ágúst) – með námi og þess í stað lagt stund á list sína bæði með æfingum og viðburðum.
  • Upphæð hvers styrks er 600 þúsund krónur, sem dreifist jafnt yfir mánuðina júní, júlí og ágúst. Á móti styrknum mun viðkomandi koma fram meðal annars á viðburðum á sumarhátíðum bæjarins, Listasumri (2. - 31. júlí) og Akureyrarvöku (27. - 29. júlí), allt eftir nánara samkomulagi við Akureyrarstofu hverju sinni.

Umsóknarfrestur allra umsókna er til og með 14. febrúar 2021.

Reglur Menningarsjóðs má sjá HÉR

Samþykkt um starfslaun listamanna er HÉR

Menningarstefnu Akureyrar má sjá HÉR

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar, farið þangð með því að smella HÉR - athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum.