Fara í efni
Mannlíf

Vetrarveisla í boði meistara Daníels

Vetrarveisla í boði meistara Daníels

Daníel Starrason, sá frábæri ljósmyndari og góðvinur Akureyri.net, klæddist stóru úlpunni og góðum skóm í gær og arkaði út eftir að veðrið versnaði til muna, vopnaður myndavél sinni og linsum. Hann endurtók svo leikinn í dag og býður lesendum hér með til veislu í tilefni þess að veturinn lætur loks á sér kræla! Þótt veðrið núna sé ef til vill ekki í uppáhaldi hjá fjöldanum tekur bærinn okkar, hús, bílar og gróður, á sig skemmtilegar myndir sem Daníel fangar hér listilega.

HEIMASÍÐA DANÍELS