Fara í efni
Mannlíf

Velja má fallegasta gluggann til mánudags

Velja má fallegasta gluggann til mánudags

Akureyrarstofa efnir til samkeppni um fallegasta og best skreytta verslunargluggann um jólin á Akureyri, eins og áður hefur komið fram hér á Akureyri.net.

Ákveðið hefur verið að lengja tímann sem fólk hefur til að skila inn tillögum; síðustu forvöð til þess eru klukkan 16 næstkomandi mánudag, 21. desember, þannig að tími verður til að skoða glugga gaumgæfilega um helgina. Með framtakinu vill Akureyrarstofa vekja athygli á fjölbreyttu úrvali verslana í bænum og þeim metnaði sem lagður er í gluggaskreytingar og eru íbúar og verslunareigendur einmitt hvattir til þess að senda inn tillögur með því að birta mynd á Instagram merkta #jolak2020. Dómnefnd tilkynnir úrslit þriðjudaginn 22. desember.