Fara í efni
Mannlíf

Vel viðraði til gangna og rétta - MYNDIR

Rósa Hreinsdóttir bóndi á Halldórsstöðum innst í Eyjafirði. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Rósa Hreinsdóttir bóndi á Halldórsstöðum innst í Eyjafirði. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Það viðraði vel til gangna og rétta í Eyjafirði fram um helgina. Rósa Hreinsdóttir, bóndi á Halldórsstöðum og gangnastjóri í austanverðum Eyjafjarðardal, segir í samtali við Akureyri.net að jafnvel hafi verið full heitt á fimmtudag og föstudag!

Rósa var með 720 fjár á fóðrum síðastliðinn vetur en ekki er ljóst ennþá hversu góðar heimtur voru í þessum fyrstu göngum. Gangnasvæðið var Sölvadalur, Hólafjall og Eyjafjarðardalur austan ár svo bæði er farið á hestum og gangandi.

Bændur þurfa að leggja til dagsverk í samræmi við fjölda fjár á hverjum bæ. Á Halldórsstöðum voru dagsverkin átta, eða 50 gangnamenn sem Rósa þarf að útvega í haust. Á fimmtudag fóru átta manns í göngur, 14 á föstudag og 20 á laugardag. Auk þess leggja margir fleiri til mannskap í Sölvadal. Rósa segir að vel hafi gengið að útvega fólk í göngurnar. Hana vanti ekki fleiri og allt hafi gengið vel.