Fara í efni
Mannlíf

Veiran var sú eina sem gat ferðast í ár!

Veiran var sú eina sem gat ferðast í ár!

Vandræðaskáldin akureyrsku, Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur Bergmann Bragason, leikskáld og rithöfundur, gerðu árið 2020 upp á sinn hátt, með smellnum texta og fjörlegu lagi, sem þau fluttu í lok fréttaannáls ríkissjónvarpsins. „Í fimmta skipti freistum við Vandræðaskáld þess að gera upp liðið ár í lagi. Það var okkur líka sannur heiður að það yrði að samstarfsverkefni við Fréttastofu RÚV á þessu fimmta afmælisári okkar. Og þvílíkt ár – annus horriblis 2020 – eiginlega engu við að bæta! Við þökkum samfylgdina og stuðninginn á undanförnum árum og hlökkum til að fara með ykkur af krafti inn í betri og bjartari tíma! Gleðilegt ár,“ segja skáldin á Facebook síðu sinni.

Hér má heyra lagið og sjá flutninginn