Fara í efni
Mannlíf

Vaxandi einmanaleiki í löndum Evrópu

Einmanaleiki fer vaxandi í löndum Evrópu, skv. skýrslu OECD. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir mbl.is hafa bent á þetta á dögunum en það ekki fengið mikla umfjöllun eða vakið neinar umræður. „En þetta er samt afar áhugavert því hvergi eru lífsgæði betri eða ríkidæmi meira og áhrifin á okkur öll meiri en okkur grunar,“ segir Ólafur Þór í pistli sem akureyri.net birtir í dag. 

Orsakir eru ekki skýrar en skýrsluhöfundar telja að aukin notkun snjalltækja og einangrun í Covid faraldrinum hafi haft mikil áhrif, segir Ólafur „Svo mikilvægt er þetta að í raun ætti skýrsla OECD að vekja jafn mikla athygli og umfjöllun og skýrslur um aukningu gróðurhúsaáhrifa.“

Pistill Ólafs Þórs: Einmanaleiki