Fara í efni
Mannlíf

Vaðlaskógur – miklar breytingar á aðgengi

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur umsjón með 11 skógarreitum í Eyjafirði. Flaggskipið í flotanum er Kjarnaskógur, hinir reitirnir eru ekki eins fjölsóttir en hver og einn hefur sinn sjarma. Svo skrifar Sigurður Arnarson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Eyfirðinga, í nýjum Tré vikunnar-pistli.

„Í kjölfar þess að Skógarböðin hófu starfsemi sína í jaðri Vaðlaskógar urðu breytingar á aðgengi skógarins. Flytja þurfti vatn úr Vaðlaheiðargöngum að böðunum. Farið var með leiðsluna í gegnum skóginn og búinn til göngu- og hjólastígur í leiðinni. Að auki má gera ráð fyrir að sumir gestir baðanna vilji fara í gönguferðir um skóginn áður eða eftir baðið,“ skrifar Sigurður.

„Því þykir okkur rétt að kynna þennan skógarreit aðeins betur fyrir lesendum. Það ætlum við að gera í nokkrum pistlum, en við byrjum á að endurbirta grein sem Aðalsteinn Svanur Sigfússon skrifaði í bókina: Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. “

Smellið hér til að lesa pistilinn.