Fara í efni
Mannlíf

Uppfært: Síminn er besti vinur mannsins

Ég sagði ranglega í síðasta pistli að hundurinn væri besti vinur mannsins. Það voru gamlar fréttir. Í dag er það auðvitað síminn og uppfærist það hér með. 

Þannig hefst pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar, skálds og kennara, sem Akureyri.net birtir í dag. Þetta er annar pistill Stefáns Þórs í röðinni Þessi þjóð; hann reið á vaðið fyrir viku og fjallar um þjóð vora vikulega eitthvað inn í haustið.

Stefán heldur áfram:

Án símans sem gróinn er við greipina getur þessi þjóð hvorki sinnt daglegum þörfum, opinberum viðskiptum, félagslífi eða tjáð ást sína eða skoðanir yfirhöfuð. Þetta þýðir að margir þeir sem tilheyra gamla settinu og hafa ekki snjallsímavætt sig verða útundan að flestu leyti og þurfa á reiða sig á yngri og tæknilegri afkomendur til að fúnkera í samfélaginu. Við hin erum auðvitað himinlifandi með þennan óbilandi trausta vin.

Pistill dagsins: Þessi þjóð er á tali

Fyrsti pistill í röðinni: Þessi þjóð er farin í hundana