Fara í efni
Mannlíf

Ungt handboltafólk í Gautaborg – MYNDIR

Ljósmynd: Guðmundur Svansson

Hópur akureyrskra handboltaungmenna, 25 stelpur í 4. flokki KA/Þórs og 23 strákar í 4. flokki KA, taka þátt í Partille Cup sem fram fer í Gautaborg þessa dagana. Mótið er það fjölmennasta sem fram fer í heiminum ár hvert fyrir ungmenni í greininni. Þar koma saman um 1.400 lið frá 50 löndum, leikir eru alls um 5.000 á 70 völlum, að því er segir á heimasíðu mótsins.

Fjöldi íslenskra þátttakenda er á mótinu. Guðmundur Svansson ljósmyndari í Gautaborg sendi Akureyri.net fullt af myndum af krökkunum í KA/Þór og KA. Sjón er sögu ríkari.

Svona fer þegar leikið er á gervigrasi með gúmmíkurli og handboltamenn nota „klístur“ til þess að halda boltanum betur!