Fara í efni
Mannlíf

Úkraínskir töfrar og dagur heilags Andrésar

Þann 12. desember, þegar fyrsti íslenski jólasveinninn heldur af stað ofan úr fjöllum og til byggða hefst einnig tímabil ákveðinna töfra í Úkraínu, og tími margra frídaga, allt fram í miðjan janúar. Langir, snjóþungir vetur hafa löngum verið tími fagnaðar og skemmunar hjá Úkraínumönnum.

Svo segir Lesia Moskalenko í þriðja pistli sínum á Akureyri.net um Úkraínu og úkraínskar hefðir.

13. desember er dagur heilags Andrésar í Úkraínu. „Þá verðum við enn vitni að því hvernig hefðir úr heiðnum sið fléttast saman við kristni. Að kvöldi 12. desember og fram eftir nóttu halda Úkraínumenn veislu, skemmta sér, syngja saman og ungt fólk kynnist. Við eigum enga jólasveina þannig að öll prakkarastrikin eru gerð af ósköp venjulegum gaurum! Þess nótt stela þeir fötum og skartgripum frá stúlkum og reyna síðan að selja þeim eigur sínar aftur fyrir koss,“ skrifar Lesia.

Smellið hér til að lesa skemmtilegan pistil Lesiu Moskalenko.