Fara í efni
Mannlíf

Tré vikunnar: Magnolíur eiga sér merka sögu

Pistlahöfundur, Sigurður Arnarson, og Anna Guðný Helgadóttir undir magnolíutré í Bute Park í Cardiff í Veils. Mynd: Harpa Dögg Hjarðar.

Magnolíur uxu einu sinni á Íslandi og það var sérstakur Íslandsvinur sem flutti þær fyrstu frá Asíu til Evrópu á sínum tíma.

Margur ferðamaðurinn þekkir magnolíur frá útlöndum vegna vel lyktandi og glæsilegra blóma, skrifar Sigurður Arnarson í pistlinum Tré vikunnar að þessu sinni. „Til að sjá glæsilegar magnolíur þurfum við helst að ferðast um í rúmi. Ef við gætum ferðast um í tíma gætum við skoðað magnolíutré án þess að hverfa af landi brott, því þau uxu eitt sinn á Íslandi. Urður María Sigurðardóttir leysti snarlega úr gátu á Facebooksíðu Skógræktarfélagsins og fékk í verðlaun að velja tré vikunnar. Hún valdi magnolíu. Magnolíur eiga sér merka sögu og vel má vera að við birtum fleiri pistla um ættkvíslina síðar. Að minnsta kosti er af nægu að taka.“

Smellið hér til að lesa pistilinn.