Mannlíf
Timburmenn – líkamleg einkenni og andleg
27.07.2025 kl. 06:00

Að vera timbraður er orðalag um afleiðingar af notkun áfengis og lýsir fráhvarfi eftir drykkju áfengis í eitt kvöld eða eina helgi. Þetta er líkamlegt ástand, eftir notkun vímuefnis sem í raun hefur eitrunaráhrif og einkennin eru höfuðverkur, roði og heit húð, slen, hraður hjartsláttur, spenna og svefnleysi.
Þetta segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í nýjum pistli sem Akureyri.net birtir í dag.
En þar sem áfengi er hugbreytandi efni eru einkennin líka andleg með kvíða og depurð, viðkvæmni fyrir hljóðum og ytra áreiti, skapbreytingum, pirringi og skertri ályktunarhæfni og einbeitingu.
Pistill Ólafs Þórs: Timburmenn