Fara í efni
Mannlíf

Þórsarar töpuðu 1:0 fyrir Gróttu

Þorlákur Árnason og lærisveinar hans í Þórsliðinu hafa verið í mótbyr að undanförnu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Lítið gengur hjá Þórsurum í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þeir töpuðu 1:0 í kvöld fyrir Gróttu á heimavelli. Það var Kjartan Kári Halldórsson sem gerði eina markið snemma í seinni hálfleik. Þórsarar eru í 10. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna