Fara í efni
Mannlíf

Þórsarar etja kappi við Grindvíkinga

Jóhann helgi Hannesson, lengst til hægri, fagnar marki sínu gegn Þrótti í síðustu viku. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar mæta Grindvíkingum á útivelli í dag í Lengjudeild Íslandsmótsins í knattspyrnu, þeirri næst efstu. Liðin mættust í 2. umferð deildarinnar í Boganum og þá fögnuðu Þórsara 4:1 sigri.

Grindavík er í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig eftir 11 leiki en Þór í áttunda sæti með 15 stig að loknum 11 leikjum.

Þórsarar burstuðu Þrótt í síðustu umferð á heimavelli, 5:1, þar sem Fannar Daði Malmquist gerði tvö mörk, Ólafur Aron Pétursson eitt (úr víti), Ásgeir Marinó Baldvinsson skoraði fyrsta sinni fyrir Þór á Íslandsmóti og Jóhann Helgi Hannesson skoraði fimmta markið undir lokin.