Fara í efni
Mannlíf

Þorlákur Árnason í þættinum 10 bestu

Þorlákur Árnason í þættinum 10 bestu

Þorlákur Már Árnason þjálfari knattspyrnuliðs Þórs er nýjasti gestur Ásgeirs Ólafssonar Lie í hlaðvarpsþættinum 10 bestu

„Láki kom í spjall og fór yfir allan ferilinn sinn. Hvar hefur hann þjálfað, spilað og verið yfirmaður knattspyrnumála svo eitthvað sé nefnt. Hann fer einnig yfir slysið sem mótaði fjölskyldu hans og hvernig hann hefur mótast sem þjálfari,“ segir Ásgeir í kynningu á þættinum.

„Hann stundar jóga og sjálfsrækt. Hann bjó í Hong Kong í miðju kóvíd og segir okkur söguna af því þegar hann var ekki viss um það hvort hann myndi lifa af ferð sína til Súdan. Hann opnar sig á hitamál sem er Þór og KA og hefur sínar skoðnir og liggur ekki á þeim en kemur þeim vel frá sér.“

Þá tekur Ásgeir fram að Þorlákur hafi gifst Hafdísi Guðjónsdóttir 1. september og að hann hafi átt afmæli í gær, þegar þátturinn var sendur út.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.