Fara í efni
Mannlíf

Þór/KA bikarmeistari í 3. flokki kvenna

Leikmenn Þórs/KA fagna fyrra markinu sem Hildur Anna Birgisdóttir gerði með glæsilegu skoti utan vítateigs. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Stelpurnar í Þór/KA urðu bikarmeistarar í knattspyrnu í dag þegar þær sigruðu Breiðablik/Augnablik 2:0 í úrslitaleik á Þórsvellinum (SaltPay vellinum).

Hart var barist frá upphafi, liðin fengu bærileg færi til að skora en það var ekki fyrr en í lokin sem ísinn var brotinn. Hildur Anna Birgisdóttir skoraði þá með glæsilegu vinstri fótar skoti utan vítateigs; boltinn fór efst í vinstra markhornið. Þetta var á síðustu mínútu hefðbundins leiktíma og í uppbótartíma gulltryggði Amalía Árnadóttir sigurinn með góði skoti úr teignum.

Stelpurnar fögnuðu innilega að vonum, bæði mörkunum og bikarmeistaratitlinum. Þær eru efstar á Íslandsmótinu og í harðri baráttu um sigur á þeim vettvangi líka. Gott starf í yngri flokkum félaganna heldur áfram að skila glæsilegum árangri sem er sannarlega ánægjulegt. Til hamingju, stelpur!

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Hildur Anna Birgisdóttir skorar fyrra mark leiksins í dag.

Stelpurnar fögnuðu marki Hildar Önnu mjög innilega sem von var.

Amalía Árnadóttir skorar seinna markið í dag.

Markaskorararnir fagna seinna markinu. Lengst til vinstri er Emelía Ósk Krüger og til hægri Karlotta Björk Andradóttir.

Angela Mary Helgadóttir, fyrirliði Þórs/KA, tók við bikarnum sem Þóroddur Hjaltalín stjórnarmaður KSÍ afhenti.

Bikarmeistarar Þórs/KA í 3. flokki kvenna ásamt þjálfurum og liðsstjórum. Aftari röð frá vinstri: Birkir Hermann Björgvinsson, Pétur Heiðar Kristjánsson, Bríet Jóhannsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Elísabet A. Stefánsdóttir, Ólína Helga Sigþórsdóttir, Amalía Árnadóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Emilía Björk Óladóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Katla Bjarnadóttir, Tiffany McCarty, Sonja Björg Sigurðardóttir og Ágústa Kristinsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Júlía Margrét Sveinsdóttir, Arna Rut Orradóttir, Emelía Ósk Krüger, Tinna Sverrisdóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Angela Mary Helgadóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.

Stelpurnar voru vel studdar af mörgum áhorfendum.