Fara í efni
Mannlíf

Þórhallur með uppistand á Verkstæðinu

Þórhallur með uppistand á Verkstæðinu

Grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með uppistand á Verkstæðinu við Strandgötu á Akureyri annað kvöld, föstudagskvöldið 16. september, klukkan 21.00.

Þórhallur mætir með sýningu sem hann var með í Tjarnarbíó í maí.

„Drepfyndið uppistand þar sem hann talar um skrýtna meðleigjendur, ferðalög um allan heim, frá Færeyjum til Wuhan (já, þar sem þessi bölvaði vírus varð til), nýja föðurhlutverkið og margt fleira,“ segir í tilkynningu.

Hér er hægt að kaupa miða.