Fara í efni
Mannlíf

Þór tekur á móti Þrótti í Lengjudeildinni í dag

Birgir Ómar Hlynsson hefur leikið vel í vörn Þórsliðsins í sumar; einn ungu strákanna sem hafa fengi…
Birgir Ómar Hlynsson hefur leikið vel í vörn Þórsliðsins í sumar; einn ungu strákanna sem hafa fengið tækifæri og gripið það. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór tekur á móti Þrótti í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins, og hefst leikurinn klukkan 18.00 á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum).

Þórsarar hafa 12 stig eftir 10 leiki og eru í áttunda sæti en Þróttarar hafa náð sér í sjö stig í 10 leikjum og eru í 11. og næst neðsta sæti.

Þór vann báða leiki liðanna á Íslandsmótinu síðasta sumar; fyrst 2:0 í Reykjavík, þar sem Alvaro Montejo Calleja og Jóhann Helgi Hannesson skoruðu, og síðan 3:0 á heimavelli þar sem Alvaro gerði tvö mörk og Sölvi Sverrisson eitt.