Fara í efni
Mannlíf

Þór og allar deildir „fyrirmyndarfélag“

Á verðlaunahátíð Íþróttafélagsins Þórs fyrir skömmu fékk félagið viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) fyrir aðalstjórn og sex deildir félagsins.

Deildirnar sem hlutu viðurkenningu eru handknattleiksdeild, hnefaleikadeild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, píludeild og taekwondodeild.

„Í rekstrarsamningi Íþróttafélagsins Þórs og Akureyrarbæjar er það skilyrði að félagið uppfylli kröfur um að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það er mjög gleðilegt fyrir íþróttafélagið Þór að fá þessa viðurkenningu og erum við þakklát fyrir hana,“ sagði Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs m.a. af þessu tilefni, í frétt á vef ÍSÍ.

Á myndinni frá vinstri eru: Heimir Örn Árnason, sem sæti á í framkvæmdastjórn ÍSÍ, Marta María Kristjánsdóttir frá hnefaleikadeild, Linda Guðmundsdóttir íþróttafulltrúi Þórs fyrir hönd aðalstjórnar, Páll Pálsson frá handknattleiksdeild, John Júlíus Cariglia frá knattspyrnudeild, Guðjón Andri Gylfason frá körfuknattleiksdeild, Davíð Örn Oddsson frá píludeild, Ásgeir Þór Ásgeirsson frá taekwondodeild og Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ.

Fréttin á vef ÍSÍ um viðurkenninguna