Fara í efni
Mannlíf

Þór mætir Leikni frá Reykjavík í bikarslag

Þórsliðið mætir Leiknismönnum klukkan sex í dag. Leikurinn er sá fyrsti í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór mætir Leiknismönnum frá Reykjavík í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Þórsvelli í dag. Þetta er fyrsti leikurinn sem fer fram á vellinum í sumar.

Þórsliðið hefur unnið tvo leiki í bikarnum fyrir þennan leik. Í annari umferðinni vann liðið 6:0 sigur á KF og í 32 liða úrslitum vann liðið sigur á Kára frá Akranesi í vítaspyrnukeppni.

Leiknisliðið vann 2:0 sigur á Árbæ og 1:0 sigur Selfossi á leið sinni í 16 liða úrslitin.

Liðin mættust seinast í bikarkeppni fyrir 25 árum. En 19. júní 1998 höfðu Þórsarar 2:1 sigur á heimavelli Leiknis. Elmar Sindri Eiríksson gerði bæði mörk Þórs í þeim leik.

Þessi lið eiga eftir að kynnast hvort öðru vel í vikunni. Leiknisliðið mætir aftur á Þórsvöll á laugardag en þá í deildarkeppni.

Leikurinn fer fram klukkan 18:00