Fara í efni
Mannlíf

Þjóðhátíðardagur á Akureyri – MYNDIR

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þjóðhátíðardagurinn var bjartur og fagur í höfuðstað Norðurlands og margt í föstum skorðum. Stúdentar voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri, hátíðardagskrá var í Lystigarðinum, þar sem ýmislegt var til skemmtunar, svo og á MA-túninu vestan við Lystigarðinn. Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar var í Boganum og Flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn.