Fara í efni
Mannlíf

Þekkir einhver þessa gömlu fótboltamenn?

Þekkir einhver þessa gömlu fótboltamenn?
Vikulega birtist gömul ljósmynd hér á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Fólk sýnir iðulega gömlum myndum gríðarlegan áhuga og Minjasafninu hafa í gegnum tíðina borist fjölmargar ábendingar um nöfn fólks og staðhætti eftir að mynd birtist opinberlega. 
 
Þessi mynd af 11 fótboltamönnum er úr safni Ara Leó Fossdal Björnssonar ljósmyndara. Þeir gætu verið frá Akureyri, leikmenn Magna frá Grenivík, eða einhvers staðar allt annars staðar af landinu. Sennilega er myndin tekin á árabilinu 1930 til 1950. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um myndina eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri, á netfangið hg@minjasafnid.is
 
Ný mynd birtist vikulega í flokknum GAMLA MYNDIN