Fara í efni
Mannlíf

Þegar tilfinningarnar hafa yfirhöndina

Þegar tilfinningarnar hafa yfirhöndina

„Ég hef ákveðið að gera stóra og hugsanlega afdrifaríka játningu sem gæti gjörbreytt hugmyndum fólks um þann menningarvita sem ég hef hingað til reynt að vera. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er týpan sem stilli á jólastöðina í útvarpinu um miðjan nóvember og hlusta á hana í bílnum hvert sem ég fer þar til jólin kveðja og stöðin með og þetta hef ég gert í mörg herrans ár.“

Þannig hefst pistill séra Hildar Eirar Bolladóttur á Akureyri.net í dag.

„Ég hef hlustað á jólastöðina á fyrstu aðventu eftir andlát ástvinar, fyrstu aðventu eftir hjónaskilnað, fyrstu aðventu eftir alvarleg veikindi en líka fyrstu aðventu sem prestur og fyrstu aðventu sem móðir, Laddi hefur sungið fyrir mig „Snjókorn falla“ og Svala Björgvins „ Ég hlakka svo til“ og minnt mig á að sumt breytist ekki þótt ég sé grenjandi við stýrið vegna breytinga í eigin lífi.“

Smellið hér til að lesa pistil Hildar Eirar.