Fara í efni
Mannlíf

Þegar grænt víkur fyrir brúnu, gulu og rauðu

Á haustin fer myrkrið að víkja ljósinu á braut og kuldinn sækir á. Þá verða miklar breytingar á gróðri jarðar. Þær ná einnig til trjáa eins og kunnugt er. Sumt af því er sýnilegt, annað ekki.
 
Þannig hefst nýr pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. Í pistlinum fer hann yfir hvernig tré búa sig undir veturinn.
 
Hann heldur áfram:
 
Það er eins og lerki og flest lauftré verði dálítið þreytt eftir annasamt sumar. Það mætti halda að þeim líði ekki ósvipað og okkur mannfólkinu eftir langa daga í vinnunni. Það sést á þeim að þau bíða hvíldarinnar og undirbúa sig undir erfiðleika haustsins og hins óumflýjanlega vetrar sem fylgir í kjölfarið. Flest þeirra gefast upp á hinum grænu litum og í stað þeirra skarta þau brúnum, gulum og rauðum litum í ýmsum tónum. Því miður getum við ekki tekið lærdóm af dæmi trjánna og sofið af okkur veturinn, en til eru spendýr sem geta gert einmitt það. Vel má líkja vetrardvala trjáa við dvala grá- eða ísbjarna. Þau fylgja svipaðri áætlun.
 

Meira hér: Haust- og vetrarundirbúningur trjáa