Fara í efni
Mannlíf

Það var Jón Jónatansson en ekki Jón Jónatansson

Arnór Bliki Hallmundsson fjallaði um Grundargötu 6 nýverið í Hús dagsins-pistli. Þar kom fram að Jón Jónatansson járnsmiður hefði reist húsið árið 1903 og búið þar um skeið en eftir að Þorsteinn Jónasson, langafabarn Jóns Jónatanssonar, hafði samband við höfund pistilsins fyrir helgi og tjáði honum að enginn í ættinni kannaðist við að Jón hefði byggt húsið, hvað þá að hann hefði verið járnsmiður, lagðist Arnór Bliki í frekari rannsóknir.

Við nánari skoðun kom í ljós að á þessum tíma voru búsettir í bænum tveir menn með nafninu Jón Jónatansson. Annar var tómthúsmaður, síðar póstur, og var fæddur 1850 en hinn var járnsmiður, fæddur 1874. Nú virðist ljóst að járnsmiðurinn hafi reist húsið en Jón póstur flutt inn í það nýbyggt og búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Skemmtileg tilviljun!

Smellið hér til að sjá pistil Arnórs Blika í dag um alnafnana, Jón og Jón Jónatanssyni og Grundargötu 6.

Smellið hér til að sjá pistilinn frá 31. mars um Grundargötu 6