Mannlíf
Það er ekki tímafrekt að baka brauð
04.07.2025 kl. 06:00

Sagt er að myndhöggvarar, leirkerasmiðir og börn séu sérlega góðir bakarar. Þótt þau séu ekki með deig á milli handanna við iðju sína, er tilfinningin sú sama, að móta og skapa. Sú tilfinning þarf að vera til staðar svo úr verði fallegt og gott brauð.
Þannig hefst pistill Kristínar Aðalsteinsdóttur sem Akureyri.net birtir í dag. Hún heldur úti geysivinsælli síðu á Facebook: Að baka brauð með Kristínu. Meðlimir eru rúmlega 11 þúsund.
Kristín skrifar:
Margoft hef ég heyrt fólk segja: „Ég hef ekki tíma til að baka brauð,“ og ég hef svarað og sagt, „það er ekki tímafrekt að baka brauð, en það er heppilegra að vera heima við á meðan deig lyftist og bakast.“ Brauðilmur er ómótstæðilegur. Ég held því fram að börnunum mínum, hafi á sínum tíma, þótt gott að koma heim eftir langan dag í skóla og fá nýbakað brauð, svo ég tali nú ekki um hvað gestir verða ánægðir þegar þeir fá nýbakað brauð með góðum mat.
Pistill Kristínar: Að baka brauð